Almennar fréttir
Greiðsluseðlar vegna sjúkraflutninga eingöngu rafrænir
28. nóvember 2025
Sjúkrabílasjóður hefur sent út um 25-30 þúsund greiðsluseðla á ári. „Með því að senda þá aðeins út rafrænt sparast að minnsta kosti átta milljónir króna í prentun og sendingarkostnað,“ segir Sara Sturludóttir, aðalbókari Rauða krossins.
Sjúkrabílasjóður Rauða krossins hefur nú hætt að prenta út og senda greiðsluseðla til þeirra sem hafa þurft að nýta sér þjónustu sjúkrabíla. Héðan í frá munu greiðsluseðlarnir eingöngu birtast rafrænt í heimabanka viðkomandi og þar mun einnig birtast krafa til greiðslu.
Rauði krossinn á Íslandi heldur utan um sjúkrabílaflota landsins samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Í því felst að Rauði krossinn útvegar og annast innkaup á sjúkrabílum auk þess að reka bifreiðarnar og tækjabúnað til sjúkraflutninga.
„Með þessari breytingu vonumst við til að flýta fyrir afhendingu gagna og bæta þannig þjónustuna við notendur sjúkrabílanna,“ segir Sara Sturludóttir, aðalbókari Rauða krossins á Íslandi. „Við viljum auðvitað einnig gera okkar í þágu umhverfisins með því að minnka pappírsnotkun.“
Sjúkrabílasjóður hefur sent út um 25-30 þúsund greiðsluseðla á ári. „Með því að senda þá aðeins út rafrænt sparast að minnsta kosti átta milljónir króna í prentun og sendingarkostnað,“ segir Sara. „Þetta framtak mun því renna styrkari stoðum undir rekstur sjúkrabílanna til framtíðar.“
Hér getur þú kynnt þér betur rekstur sjúkrabílanna og séð verðskrá.
Ef þú ert með einhverjar spurningar varðandi hið nýja fyrirkomulag greiðsluseðla hvetjum við þig til að hringja í Rauða krossinn í síma 570-4000.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.