Almennar fréttir
Terra Einingar styrkir Rauða krossinn á Íslandi
20. júlí 2023
Terra Einingar og Rauði krossinn á Íslandi munu á næstu dögum skrifa undir samstarfssamning er felur í sér styrk í formi húsnæðis undir starfssemi Ylju. Í verkefnið verða notaðar húseiningar frá Terra Einingum sem reistar verða fyrir Rauða krossinn undir samfélagsverkefni Rauða krossins sem ber nafnið Ylja.
Ylja örugga neyslurýmið er mikilvægt skref í þjónustu við fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Það byggir á hugmyndafræðinni um skaðaminnkun en í því felst að draga úr heilsufarslegum, félagslegum og efnahagslegum afleiðingum notkunar vímuefna, án þess endilega að draga úr notkun þeirra. Í rýminu munu einstaklingar 18 ára og eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti starfsfólks.
Markmið Ylju er að lágmarka þörf einstaklinga til að neyta vímuefna á almannafæri og þannig koma í veg fyrir þann skaða sem vímuefnaneysla í óöruggum aðstæðum getur haft í för með sér. Má þar nefna sýkingar, blóðborna smitsjúkdóma og ofskammtanir. Ylja leggur einnig áherslu á að mynda traust, veita stuðning og viðhalda mannlegri reisn hjá notendum úrræðisins.
Verkefnið hófst 9.mars árið 2022 og var þá í sérútbúinn bíl sem var staðsettur í miðbæ Reykjavíkur en samningur Rauða krossins og Reykjavíkurborgar rann út í mars síðastliðnum. Verkefnið þarfnast stærra og betra húsnæðis og munu einingarnar frá Terra Einingum vera stórkostleg viðbót við þjónustu þeirra sem nýta sér neyslurýmið.
Terra Einingar er leiðandi fyrirtæki í einingalausnum. Hvort sem um ræðir byggingu skóla, leikskóla, skrifstofur, vinnubúðir, gistieiningar ásamt geymslueiningum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.
Greiðsluseðlar vegna sjúkraflutninga eingöngu rafrænir
Almennar fréttir 28. nóvember 2025Rauði krossinn hefur nú hætt að prenta út og senda greiðsluseðla til þeirra sem hafa þurft að nýta sér þjónustu sjúkrabíla. Seðlarnir eru þar með eingöngu rafrænir og verða sendir í heimabanka.