Almennar fréttir
Umsögn um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda
02. júní 2022
Rauði krossinn fagnar þeim breytingum sem gerðar hafa verið frá fyrri drögum að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2011-2024.
Félagið vill ítreka mikilvægi þess að mál sem varða innflytjendur og flóttafólk njóti meiri forgangs innan stjórnsýslunnar. Nú þegar eru liðin rúmlega tvö ár frá lokum síðustu framkvæmdaáætlunar. Gríðarmiklar breytingar eiga sér stað jafnt og þétt í þessum málaflokki samanber greinargerð með tillögunni og því mikilvægt að vel sé haldið á spöðunum við að þróa innviðina í takt við þær breytingar.
Hins vegar ítrekar Rauði krossinn ánægju með að nú skuli stefnt að gerð langtímastefnu í málefnum innflytjenda, flóttafólks og fjölmenningar eins og félagið hefur talað fyrir árum saman.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.

Samið um ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga
Innanlandsstarf 01. september 2025Rauði krossinn á Íslandi mun halda áfram að sinna ráðgjöf við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga samkvæmt nýgerðum samningi við dómsmálaráðuneytið.