Almennar fréttir
Umsögn um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda
02. júní 2022
Rauði krossinn fagnar þeim breytingum sem gerðar hafa verið frá fyrri drögum að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2011-2024.
Félagið vill ítreka mikilvægi þess að mál sem varða innflytjendur og flóttafólk njóti meiri forgangs innan stjórnsýslunnar. Nú þegar eru liðin rúmlega tvö ár frá lokum síðustu framkvæmdaáætlunar. Gríðarmiklar breytingar eiga sér stað jafnt og þétt í þessum málaflokki samanber greinargerð með tillögunni og því mikilvægt að vel sé haldið á spöðunum við að þróa innviðina í takt við þær breytingar.
Hins vegar ítrekar Rauði krossinn ánægju með að nú skuli stefnt að gerð langtímastefnu í málefnum innflytjenda, flóttafólks og fjölmenningar eins og félagið hefur talað fyrir árum saman.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.
Smíðuðu búð og söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 03. nóvember 2025Framkvæmdagleði, dugnaður og hjálpsemi einkennir vinkonur úr Engjaskóla í Grafarvogi sem gerðu sér lítið fyrir nýverið og smíðuðu búð og seldu þar handverk sem þær sjálfar höfðu búið til. Allt var þetta gert til að hjálpa öðrum.