Almennar fréttir
Umsögn um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda
02. júní 2022
Rauði krossinn fagnar þeim breytingum sem gerðar hafa verið frá fyrri drögum að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2011-2024.
Félagið vill ítreka mikilvægi þess að mál sem varða innflytjendur og flóttafólk njóti meiri forgangs innan stjórnsýslunnar. Nú þegar eru liðin rúmlega tvö ár frá lokum síðustu framkvæmdaáætlunar. Gríðarmiklar breytingar eiga sér stað jafnt og þétt í þessum málaflokki samanber greinargerð með tillögunni og því mikilvægt að vel sé haldið á spöðunum við að þróa innviðina í takt við þær breytingar.
Hins vegar ítrekar Rauði krossinn ánægju með að nú skuli stefnt að gerð langtímastefnu í málefnum innflytjenda, flóttafólks og fjölmenningar eins og félagið hefur talað fyrir árum saman.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.