Almennar fréttir
Umsögn um frumvarp um útlendingalög
31. maí 2022
Umsögn Rauða krossins er mótuð af mikilli og langri reynslu sem félagið hefur af málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttamanna.
Við yfirferð frumvarpsins hefur Rauði krossinn haft til hliðsjónar grundvallarhugsjónir hreyfingarinnar um mannúð, óhlutdrægni og hlutleysi sem og stefnu Alþjóðahreyfingar Rauða krossins í málefnum sem tengjast flóttafólki, umsækjendum um alþjóðlega vernd og alþjóðlegum fólksflutningum. Ábendingar og athugasemdir félagsins miða að úrbótum, þar sem hagsmunir stjórnvalda og þeirra einstaklinga sem í hlut eiga fara að öllu jafnan saman. Rauði krossinn gagnrýnir skort á samráði og samtali við aðila sem starfa við málaflokkinn og hafa til þess sérþekkingu og reynslu við gerð frumvarpsins, sem og frumvarpa sem ekki hafa náð fram að ganga. Telur félagið mikilvægt að lagabreytingar sem þessar séu unnar í þverfaglegu samráði, til þess að skapa sátt um stefnu og lagaumhverfi í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.
Úr fjárhúsi í fataflokkun: Stoltur af því að vera sjálfboðaliði
Innanlandsstarf 22. desember 2025„Sjálfboðaliðastarfið hefur gefið mér tilbreytingu í amstri dagsins auk þess góða félagsskapar sem ég hef notið í vinnunni þessi ár,“ segir Lárus Sigurðsson, sjálfboðaliði í fataverkefni Rauða krossins á Akureyri. Tilviljun réði því að hann hóf þar störf.
Söfnuðu pening í fötuna í stað sælgætis
Almennar fréttir 19. desember 2025Börn sem þurfa aðstoð eru ofarlega í hugum Jóhanns Atla, Jans Kára og Björns Dags, níu ára pilta úr Garðabæ sem söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn.