Almennar fréttir
Upplýsingar vegna átakanna í Úkraínu
04. mars 2022
Núverandi þarfir
Rauði krossinn er núna fyrst og fremst að safna fjármunum til að senda áfram í brýna mannúðaraðstoð Rauða kross hreyfingarinnar fyrir þolendur átakanna í Úkraínu, bæði innan Úkraínu og í nágrannalöndunum þangað sem fólk hefur flúið. Fjármagnið fer í lífsnauðsynjar fyrir þolendur átakanna; fæði, vatn, heilbrigðisþjónustu, klæði og skjól.
Kærar þakkir fyrir hlýhug og þitt rausnarlega boð um aðstoð við flóttafólk!
Við hvetjum einnig fólk til að gerast Mannvinir, þ.e. mánaðarlegir styrktaraðilar okkar, til þess að styrkja við starf Rauða kross til lengri tíma.
Undirbúningur frekari aðgerða hér á landi er einnig hafinn með því leita eftir fleiri sjálfboðaliðum til starfa
Fatnaður
Rauði krossinn stendur ávallt fyrir fatasöfnun í þágu þeirra sem eiga um sárt að binda. Nú hefur verið settur upp sérstakur gámur vegna ástandsins í málefnum flóttafólks fyrir hlý föt, kuldafatnað og kuldaskó fyrir utan Fataflokkunarmiðstöð Rauða krossins í Skútuvogi 1 í Reykjavík. Óskað er eftir að eingöngu sé komið með vetrarfatnað sem er hreinn og í góðu ástandi þangað. Þá er hægt að koma honum hratt áfram í hendur þeirra sem þurfa. Ef utan höfuðborgarsvæðis þá vinsamlega snúið ykkur til næstu Rauða kross deildar.
Annað
Rauði krossinn hefur því miður ekki mannafla né húsnæði til að taka á móti hlutum og búnaði eða vera milligönguaðili um afhendingu á slíku. Við tökum því ekki á móti húsbúnaði, kerrum eða öðrum munum. Við beinum þér því til Sorpu eða á aðra þá nytjamarkaði sem kunna að vera í þínu sveitarfélagi. Góði hirðirinn (á vegum Sorpu) afhendir fólki sem fengið hefur alþjóðlega vernd búnað til heimilishalds endurgjaldslaust í samvinnu við það sveitarfélag þar sem fólk sest að á höfuðborgarsvæðinu. Þannig að allt sem fer þangað nýtist flóttafólki.
Hafir þú laust húsnæði til afnota fyrir flóttafólk vinsamlega komdu því á framfæri við viðkomandi sveitarfélag. Sveitarfélögin hafa það hlutverk að aðstoða flóttafólk með að finna húsnæði.
Beiðnir um aðstoð
- Stríðir þú við vanlíðan vegna átakanna á einn eða annan hátt er hægt að hafa samband við Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall á 1717.is
- Unnið er að frekari útfærslu á sálrænum stuðningi við beina þolendur átakanna.
- Viljir þú afla upplýsinga sem nýtast ríkisborgurum í Úkraínu eða úkraínsku fólki á flótta, vinsamlega sjá spurningar og svör á síðu Útlendingastofnunar. Þær munu væntanlega verða uppfærðar eftir því sem aðstæður breytast hér.
- Einnig er bent á að senda má fyrirspurnir á Borgaraþjónustu Utanríkisráðuneytisins hvað varðar aðstoð við úkraínska ættingja/vini sem þurfa að komast burt, á netfangið help@utn.is
Upplýsingar verða uppfærðar í takt við þróun aðstæðna á heimasíðu Rauða krossins www.raudikrossinn.is
Með kærri kveðju,
Rauði krossinn á Íslandi
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Smíðuðu búð og söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 03. nóvember 2025Framkvæmdagleði, dugnaður og hjálpsemi einkennir vinkonur úr Engjaskóla í Grafarvogi sem gerðu sér lítið fyrir nýverið og smíðuðu búð og seldu þar handverk sem þær sjálfar höfðu búið til. Allt var þetta gert til að hjálpa öðrum.
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.