Innanlandsstarf
Aðalfundur Rauða krossins næsta laugardag
29. apríl 2024
Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi fer fram næsta laugardag, 4. maí.
Fundurinn hefst klukkan níu um morguninn með ávarpi frá Silju Báru R. Ómarsdóttur, formanni Rauða krossins og í kjölfar þess ávarpar Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, fundinn. Því næst fá sjálfboðaliðar viðurkenningar, áður en aðalfundarstörf hefjast samkvæmt lögum Rauða krossins.
Nánari upplýsingar um dagskrána má finna hér. Nánari upplýsingar um fundinn má einnig finna hér.
Fundurinn fer fram á Hótel Reykjavík Grand, Sigtún 28, 105 Reykjavík.
Skráningu á fundinn er lokið.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands
Almennar fréttir 21. janúar 2026„Þróunarsamvinna er grundvöllur friðar, stöðugleika, trausts og öryggis í heiminum,“ skrifa framkvæmdastjórar sex mannúðarfélaga. „Brýnt er að stefna Íslands í varnar- og öryggismálum taki mið af því og að litið verði á öfluga þróunarsamvinnu sem hluta af öryggishagsmunum Íslands.“
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.