Innanlandsstarf
Aðalfundur Rauða krossins næsta laugardag
29. apríl 2024
Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi fer fram næsta laugardag, 4. maí.

Fundurinn hefst klukkan níu um morguninn með ávarpi frá Silju Báru R. Ómarsdóttur, formanni Rauða krossins og í kjölfar þess ávarpar Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, fundinn. Því næst fá sjálfboðaliðar viðurkenningar, áður en aðalfundarstörf hefjast samkvæmt lögum Rauða krossins.
Nánari upplýsingar um dagskrána má finna hér. Nánari upplýsingar um fundinn má einnig finna hér.
Fundurinn fer fram á Hótel Reykjavík Grand, Sigtún 28, 105 Reykjavík.
Skráningu á fundinn er lokið.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fólk á Gaza sárbiður um hjálp
Alþjóðastarf 19. maí 2025Aukinn þungi hefur færst í hernaðaraðgerðir á Gaza síðustu daga og hundruð almennra borgara, sem skulu njóta verndar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, verið drepin. „Mannúðaraðstoð má aldrei nota í pólitískum eða hernaðarlegum tilgangi,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.

„Við verðum að brýna raustina“
Almennar fréttir 13. maí 2025„Á tímum sem þessum getum við ekki staðið þögul hjá,“ segir Silja Bára R. Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins á Íslandi. „Við verðum að brýna raustina og láta í okkur heyra, hvar sem færi gefst.“

Neyðarsjúkrahúsið: Líflína þúsunda í heilt ár
Alþjóðastarf 09. maí 2025Fjórir Íslendingar hafa starfað um tíma á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah á Gaza frá opnun þess fyrir ári. Þörfin fyrir þetta bráðabirgðaúrræði er enn gríðarleg. Þar er alvarlega særðu og veiku fólki sinnt undir drunum frá sprengjuregni í nágrenninu.