Innanlandsstarf
Ný Múmín vörulína styður Rauða krossinn
29. ágúst 2022
Arabia hefur sett á markað nýja Múmín vörulínu sem kemur út í dag, mánudaginn 29. ágúst. Línunni er ætlað að minna okkur á að lítil góðverk geta oft haft mikil áhrif og hluti af ágóðanum rennur til Rauða krossins á Íslandi.
Vörulínan inniheldur tvo bolla, tvo diska í mismunandi stærðum og skál. Hún er skreytt teikningum sem Tove Jansson gerði fyrir Rauða krossinn í Finnlandi árið 1963. Teikningarnar eru í áberandi og auðþekkjanlegum stíl og sýna m.a. blómstrandi rauð blóm, Míu litlu með kúst, Múmínsnáðann að klifra upp stiga og Snúð sitjandi við varðeld með vinum sínum.
Arabia og Rauði krossinn hvetja fólk um allan heim til að sýna hverju öðru góðvild. Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum við að gera heiminn vinalegri með gjörðum okkar og lítil góðverk geta haft mikil áhrif. Góðverk geta til dæmis verið bros, falleg orð, orðsendingar, ýmis konar aðstoð eða stuðningur við Rauða krossinn. Fyrir hvern seldan hlut hér á landi fer 1 Evra til góðgerðastarfs Rauða krossins á Íslandi.
Styður vinaverkefni Rauða krossins
Ákveðið hefur verið að styrkja vinaverkefni Rauða krossins, sem snýst meðal annars um að sýna náunganum góðvild. Vinir eru sjálfboðaliðar Rauða krossins sem heimsækja fólk á heimili þess, stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur til dæmis verið spjall yfir góðum kaffibolla, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis. Reynt er að mæta þörfum og óskum gestgjafa eins og kostur er. Hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.