Innanlandsstarf
Vaknaðu! Neyðartónleikar í Eldborg 29. maí
17. maí 2023
Fjöldi listamanna kemur fram á neyðartónleikum í Hörpu vegna ópíóðafaraldurs sem er að kosta mörg mannslíf, mánudagskvöldið 29. maí kl. 19.30. Um styrktartónleika er að ræða sem verða einnig sendir í út í beinni útsendingu á RÚV.

Fjöldi listamanna kemur fram á neyðartónleikum í Hörpu vegna ópíóðafaraldurs sem er að kosta mörg mannslíf, mánudagskvöldið 29. maí kl. 19.30.
Um styrktartónleika er að ræða sem verða einnig sendir í út í beinni útsendingu á RÚV. Miðaverð á tónleikana er aðeins 3000 kr. en þau sem vilja geta bætt við upphæðina í miðasöluferlinu. Tilgangur söfnunarinnar er að safna fyrir Frú Ragnheiði og öðru skaðaminnkunarstarfi Rauða krossins.
Tónlistarfólkið sem kemur fram eru Bubbi Morthens, Ragga Gísla, Mugison, Systur, Emmsjé Gauti, Nanna, Jónas Sig, Una Torfa, Ólafur Bjarki, Elín Hall, Herra Hnetusmjör og Ellen Kristjánsdóttir ásamt fjölda hljóðfæraleikara.
Ellen Kristjánsdóttir stendur fyrir tónleikunum í samstarfi við RÚV, Hörpu og fleiri.
Hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook.
Smelltu hér til að kaupa miða.
Þau sem vilja leggja málefninu lið en komast ekki á tónleikana geta frá og með mánudeginum 22. maí hringt eða sent sms í eftirfarandi númer:
Hringja í
904 1500 fyrir 3.500 kr. framlag
904 2500 fyrir 5.500 kr. framlag
9045500 fyrir 10.000 kr. framlag
Senda SMS í númerið 1900
VAKNADU fyrir 3.000 kr. framlag
VAKNADU1 fyrir 3.500 kr. framlag
VAKNADU2 fyrir 5.500 kr. framlag
VAKNADU3 fyrir 10.000 kr. framlag
Hér má kynna sér Frú Ragnheiði og skaðaminnkunarstarf Rauða krossins
Þetta stutta myndband útskýrir starfsemina líka vel:
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.