Innanlandsstarf
Vaknaðu! Neyðartónleikar í Eldborg 29. maí
17. maí 2023
Fjöldi listamanna kemur fram á neyðartónleikum í Hörpu vegna ópíóðafaraldurs sem er að kosta mörg mannslíf, mánudagskvöldið 29. maí kl. 19.30. Um styrktartónleika er að ræða sem verða einnig sendir í út í beinni útsendingu á RÚV.

Fjöldi listamanna kemur fram á neyðartónleikum í Hörpu vegna ópíóðafaraldurs sem er að kosta mörg mannslíf, mánudagskvöldið 29. maí kl. 19.30.
Um styrktartónleika er að ræða sem verða einnig sendir í út í beinni útsendingu á RÚV. Miðaverð á tónleikana er aðeins 3000 kr. en þau sem vilja geta bætt við upphæðina í miðasöluferlinu. Tilgangur söfnunarinnar er að safna fyrir Frú Ragnheiði og öðru skaðaminnkunarstarfi Rauða krossins.
Tónlistarfólkið sem kemur fram eru Bubbi Morthens, Ragga Gísla, Mugison, Systur, Emmsjé Gauti, Nanna, Jónas Sig, Una Torfa, Ólafur Bjarki, Elín Hall, Herra Hnetusmjör og Ellen Kristjánsdóttir ásamt fjölda hljóðfæraleikara.
Ellen Kristjánsdóttir stendur fyrir tónleikunum í samstarfi við RÚV, Hörpu og fleiri.
Hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook.
Smelltu hér til að kaupa miða.
Þau sem vilja leggja málefninu lið en komast ekki á tónleikana geta frá og með mánudeginum 22. maí hringt eða sent sms í eftirfarandi númer:
Hringja í
904 1500 fyrir 3.500 kr. framlag
904 2500 fyrir 5.500 kr. framlag
9045500 fyrir 10.000 kr. framlag
Senda SMS í númerið 1900
VAKNADU fyrir 3.000 kr. framlag
VAKNADU1 fyrir 3.500 kr. framlag
VAKNADU2 fyrir 5.500 kr. framlag
VAKNADU3 fyrir 10.000 kr. framlag
Hér má kynna sér Frú Ragnheiði og skaðaminnkunarstarf Rauða krossins
Þetta stutta myndband útskýrir starfsemina líka vel:
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Maður gefur af sér en fær svo mikið til baka“
Innanlandsstarf 05. ágúst 2025Notendur Frú Ragnheiðar tóku Írisi Ósk Ólafsdóttur strax vel er hún hóf þar sjálfboðaliðastörf. „Þrátt fyrir að starfið geti tekið á andlega þá er það líka það sem gerir þetta svo verðmætt því þetta snýst um að vera manneskja fyrir aðra manneskju á stundum sem skipta máli,“ segir Íris.

Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.