Innanlandsstarf
Yfir 33 milljónir til Grindvíkinga
16. febrúar 2024
Nú hefur yfir 33 milljónum króna verið úthlutað til Grindvíkinga úr neyðarsöfnun Rauða krossins. Alls hafa yfir 45 milljónir safnast og úthlutun er enn í fullum gangi.

Úthlutunarnefnd hefur nú úthlutað samtals 33.006.230 krónum í fjárhagsaðstoð til Grindvíkinga, en þetta fé kemur úr neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi. Alls hafa safnast yfir 45 milljónir króna og úthlutun heldur áfram þar til öllu fé úr söfnuninni hefur verið komið í hendur Grindvíkinga í vanda.
Samtals hafa 350 úthlutanir farið fram til 958 einstaklinga. Úthlutunarnefnd samanstendur af fulltrúum Rauða krossins, Grindavíkurbæjar og kirkjunnar í Grindavík.
Hægt er að sækja um fjárhagsaðstoð í Þjónustumiðstöðinni fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu á Tryggvagötu 19 í Reykjavík og á Smiðjuvöllum 8 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun Rauða krossins er enn í fullum gangi og hér má finna upplýsingar um hvernig má styðja hana. Krónan hefur stutt söfnunina með því að bjóða viðskiptavinum sínum að leggja henni lið þegar þeir borga fyrir vörur sínar og það verður áfram í boði alla helgina.
Neyðarsöfnun Rauða krossins hefur gengið afar vel og fengið mikinn stuðning þjóðarinnar, en auk þess hefur fjöldi erlendra aðila lagt henni lið. Þar á meðal Rauði krossinn í Færeyjum, sem safnaði 10 milljónum króna sem runnu til söfnunarinnar.
Kostnaður við kynningu söfnunarinnar og úthlutun er innan við 1% af upphæðinni sem hefur safnast, svo yfir 99% af hverju framlagi fer beint í vasa Grindvíkinga í fjárhagsvanda.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.