Innanlandsstarf
Yfir 33 milljónir til Grindvíkinga
16. febrúar 2024
Nú hefur yfir 33 milljónum króna verið úthlutað til Grindvíkinga úr neyðarsöfnun Rauða krossins. Alls hafa yfir 45 milljónir safnast og úthlutun er enn í fullum gangi.
Úthlutunarnefnd hefur nú úthlutað samtals 33.006.230 krónum í fjárhagsaðstoð til Grindvíkinga, en þetta fé kemur úr neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi. Alls hafa safnast yfir 45 milljónir króna og úthlutun heldur áfram þar til öllu fé úr söfnuninni hefur verið komið í hendur Grindvíkinga í vanda.
Samtals hafa 350 úthlutanir farið fram til 958 einstaklinga. Úthlutunarnefnd samanstendur af fulltrúum Rauða krossins, Grindavíkurbæjar og kirkjunnar í Grindavík.
Hægt er að sækja um fjárhagsaðstoð í Þjónustumiðstöðinni fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu á Tryggvagötu 19 í Reykjavík og á Smiðjuvöllum 8 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun Rauða krossins er enn í fullum gangi og hér má finna upplýsingar um hvernig má styðja hana. Krónan hefur stutt söfnunina með því að bjóða viðskiptavinum sínum að leggja henni lið þegar þeir borga fyrir vörur sínar og það verður áfram í boði alla helgina.
Neyðarsöfnun Rauða krossins hefur gengið afar vel og fengið mikinn stuðning þjóðarinnar, en auk þess hefur fjöldi erlendra aðila lagt henni lið. Þar á meðal Rauði krossinn í Færeyjum, sem safnaði 10 milljónum króna sem runnu til söfnunarinnar.
Kostnaður við kynningu söfnunarinnar og úthlutun er innan við 1% af upphæðinni sem hefur safnast, svo yfir 99% af hverju framlagi fer beint í vasa Grindvíkinga í fjárhagsvanda.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.