Innanlandsstarf
Yfir 33 milljónir til Grindvíkinga
16. febrúar 2024
Nú hefur yfir 33 milljónum króna verið úthlutað til Grindvíkinga úr neyðarsöfnun Rauða krossins. Alls hafa yfir 45 milljónir safnast og úthlutun er enn í fullum gangi.
Úthlutunarnefnd hefur nú úthlutað samtals 33.006.230 krónum í fjárhagsaðstoð til Grindvíkinga, en þetta fé kemur úr neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi. Alls hafa safnast yfir 45 milljónir króna og úthlutun heldur áfram þar til öllu fé úr söfnuninni hefur verið komið í hendur Grindvíkinga í vanda.
Samtals hafa 350 úthlutanir farið fram til 958 einstaklinga. Úthlutunarnefnd samanstendur af fulltrúum Rauða krossins, Grindavíkurbæjar og kirkjunnar í Grindavík.
Hægt er að sækja um fjárhagsaðstoð í Þjónustumiðstöðinni fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu á Tryggvagötu 19 í Reykjavík og á Smiðjuvöllum 8 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun Rauða krossins er enn í fullum gangi og hér má finna upplýsingar um hvernig má styðja hana. Krónan hefur stutt söfnunina með því að bjóða viðskiptavinum sínum að leggja henni lið þegar þeir borga fyrir vörur sínar og það verður áfram í boði alla helgina.
Neyðarsöfnun Rauða krossins hefur gengið afar vel og fengið mikinn stuðning þjóðarinnar, en auk þess hefur fjöldi erlendra aðila lagt henni lið. Þar á meðal Rauði krossinn í Færeyjum, sem safnaði 10 milljónum króna sem runnu til söfnunarinnar.
Kostnaður við kynningu söfnunarinnar og úthlutun er innan við 1% af upphæðinni sem hefur safnast, svo yfir 99% af hverju framlagi fer beint í vasa Grindvíkinga í fjárhagsvanda.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.
Úr fjárhúsi í fataflokkun: Stoltur af því að vera sjálfboðaliði
Innanlandsstarf 22. desember 2025„Sjálfboðaliðastarfið hefur gefið mér tilbreytingu í amstri dagsins auk þess góða félagsskapar sem ég hef notið í vinnunni þessi ár,“ segir Lárus Sigurðsson, sjálfboðaliði í fataverkefni Rauða krossins á Akureyri. Tilviljun réði því að hann hóf þar störf.
Söfnuðu pening í fötuna í stað sælgætis
Almennar fréttir 19. desember 2025Börn sem þurfa aðstoð eru ofarlega í hugum Jóhanns Atla, Jans Kára og Björns Dags, níu ára pilta úr Garðabæ sem söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn.