Birting frétta
Ártal

Neyðarsjúkrahúsið: Líflína þúsunda í heilt ár

Alþjóðastarf 09. maí 2025

Fjórir Íslendingar hafa starfað um tíma á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah á Gaza frá opnun þess fyrir ári. Þörfin fyrir þetta bráðabirgðaúrræði er enn gríðarleg. Þar er alvarlega særðu og veiku fólki sinnt undir drunum frá sprengjuregni í nágrenninu.

Mannúðarstarfsfólk orðið skotmörk

Alþjóðastarf 08. maí 2025

„Hver einasta árás á mannúðarstarfsmann er árás á samfélagið sem hann þjónaði,“ segja forsetar alþjóðasambands og alþjóðaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Forsetarnir segja að alþjóðasamfélagið geti ekki haldið áfram að líta fram hjá því er lög sem gilda í stríði eru hundsuð og mannúðarstarfsmenn markvisst orðnir skotmörk.

Mannúðaraðstoð að hruni komin á Gaza

Alþjóðastarf 02. maí 2025

Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur lýst yfir að mannúðaraðstoð í Gaza sé á barmi algjörs hruns eftir tveggja mánaða stöðvun á flutningi birgða til Gaza. Þessi alvarlega staða hefur leitt til þess að íbúar svæðisins eru nú án lífsnauðsynlegrar mannúðaraðstoðar eins og matar, vatns og lyfja. Skortur á þessum nauðsynjum setur líf hundruða þúsunda íbúa í beina og bráða hættu. 

Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð

Alþjóðastarf 28. apríl 2025

„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega

Alþjóðastarf 02. apríl 2025

Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.

Mikil neyð í Mjanmar

Alþjóðastarf 02. apríl 2025

Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mjanmar eru að störfum við erfiðar aðstæður á hamfarasvæðum eftir jarðskjálftana miklu.

Bráðaliðar drepnir við störf sín

Alþjóðastarf 31. mars 2025

Alþjóðaráð Rauða krossins segir svívirðilegt að átta bráðaliðar á vegum palestínska Rauða hálfmánans, auk starfsmanna almannavarna á Gaza og Sameinuðu þjóðanna, hafi verið drepnir við störf sín á svæðinu.

Skrifstofa Alþjóðaráðsins í Rafah skemmd

Alþjóðastarf 24. mars 2025

„Átök á ný og ofbeldi fylla alla vonleysi,“ segir í nýrri yfirlýsingu Alþjóðaráðs Rauða krossins. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum skal hjálparstarfsfólk, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir njóta sérstakrar verndar.

Engin mannúðaraðstoð til Gaza í 18 daga

Alþjóðastarf 19. mars 2025

Ekkert eldsneyti, lækningavörur, lyf, matur, föt eða aðrar lífsnauðsynlegar bjargir hafa komist inn á Gaza eftir að landamærastöðvar lokuðust í byrjun mars.

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza

Alþjóðastarf 14. mars 2025

Tæplega tíu milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) fyrir íbúa Gaza. Söfnunin hófst í janúar og er nú lokið. „Enn og aftur sýna landsmenn að þeir eru til staðar fyrir fólk í mikilli neyð,“ segir Sólrún María Ólafsdóttir, teymisstjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum.

Rauði krossinn og utanríkisráðuneytið gera með sér samkomulag á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu

Alþjóðastarf 03. mars 2025

Utanríkisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað rammasamning um þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð fyrir 2025-2028. Samningurinn tryggir fyrirsjáanlega fjármögnun og skilvirkari aðstoð. Meðal verkefna sem njóta stuðnings eru fræðsla um kynbundið ofbeldi í Sómalíu, trjárækt í Síerra Leóne og uppbygging á viðbúnaði og viðnámsþrótti samfélaga í Malaví, auk neyðarviðbragða vegna átaka og náttúruhamfara.

Heitasta ósk allra að ástandið skáni

Alþjóðastarf 26. júlí 2024

Hólmfríður Garðarsdóttir kom nýlega heim eftir mjög krefjandi ferð sem sendifulltrúi til Gaza, þar sem hún starfaði á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins. Hólmfríður er þrautreyndur sendifulltrúi en upplifði einar verstu aðstæður ferils síns í ferðinni.

Sameiginlegt ákall til stjórnvalda vegna Gaza

Alþjóðastarf 23. febrúar 2024

Við sem veitum mannúðarsamtökum á Íslandi forystu köllum eftir sterkari viðbrögðum íslenskra stjórnvalda vegna átakanna á Gaza.

Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur snýr aftur frá Gaza

Alþjóðastarf 30. janúar 2024

Skurðhjúkrunarfræðingurinn Elín Jakobína Oddsdóttir hefur starfað fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins á European Gaza Hospital síðustu sex vikurnar, en er nú komin aftur til Íslands. 

Rauði krossinn á Íslandi styrkir mannúðaraðstoð á Gaza 

Alþjóðastarf 20. desember 2023

Rauði krossinn á Íslandi hefur sent 75 milljónir króna til að styrkja mannúðaraðstoð Alþjóðaráðs Rauða krossins og palestínska Rauða hálfmánans á Gaza. 

Þörf á tafarlausu og varanlegu vopnahléi á Gaza

Alþjóðastarf 08. desember 2023

Allir aðilar átakanna á Gaza verða að virða alþjóðleg mannúðarlög. Ef þau eru endurtekið virt að vettugi verður erfiðara að finna pólitíska lausn til að binda enda á þær hörmungar sem almennir borgarar á Gaza eru að upplifa.

Alþjóðaráð Rauða krossins sameinar fjölskyldur og flytur hjálpargögn

Alþjóðastarf 27. nóvember 2023

Alþjóðaráð Rauða krossins hóf nokkurra daga aðgerð síðasta föstudag sem gengur út á að styðja við lausn og flutning gísla sem voru í haldi Hamas á Gaza til Ísraels, sem og Palestínumanna sem voru í haldi Ísraels til Vesturbakkans. Um leið voru bráðnauðsynleg hjálpargögn flutt til Gaza.

30 milljónir til hjálparstarfs í Marokkó og Líbíu

Alþjóðastarf 26. október 2023

Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna hamfaranna í Marokkó og Líbíu í september síðastliðnum er lokið. Félagið sendir 30 milljónir kr. til að styðja við hjálpar- og mannúðarstörf.