Birting frétta
Ártal

Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli

Almennar fréttir 10. desember 2024

Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land. 

Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co

Almennar fréttir 03. desember 2024

Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.

Kristín S. Hjálmtýsdóttir lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi

Almennar fréttir 02. desember 2024

Stjórn Rauða krossins á Íslandi og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins síðastliðin 9 ár, hafa gert samkomulag um starfslok hennar. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði Kristínar, sem hefur nú þegar látið af störfum. Arna Harðardóttir sem gengt hefur starfi fjármálastjóra mun taka við verkefnum framkvæmdastjóra samhliða sínum störfum þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. Staðan verður auglýst innan skamms.

Jólamerkimiðar Rauða krossins 2024 eru komnir út

Almennar fréttir 28. nóvember 2024

Jólamerkimiðar Rauða krossins 2024 eru farnir í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu. Hægt verður að nálgast þá í verslunum Kjörbúðar, Krambúðar og N1 á landsbyggðinni. Í ár eru jólamerkimiðarnir skreyttir með myndum sem myndlistarkonan Sísí Ingólfsdóttir gerði sérstaklega fyrir miðana.

Jólabasar Kvennadeildar 23. nóvember

Almennar fréttir 18. nóvember 2024

Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.

Seldu perl til styrktar Rauða krossinum

Almennar fréttir 01. nóvember 2024

Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.

Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála

Almennar fréttir 31. október 2024

Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.

Héldu tombólu fyrir fátæk börn

Almennar fréttir 24. október 2024

Fjórar vinkonur úr Hafnarfirði héldu nýlega tombólu til að styrkja fátæk börn í Afríku.

Vilt þú verða leiðbeinandi í skyndihjálp?

Almennar fréttir 14. október 2024

Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir leiðbeinendanámskeiði í Skyndihjálp dagana 5. - 8. mars 2025.

Opnuðu litlu Melabúðina til styrktar börnum á Gaza

Almennar fréttir 11. október 2024

Vinkonurnar Matthildur Atladóttir, Laufey Hrefna Theodórsdóttir, Halldóra Guðrún Johnson og Anna Jakobína Hjaltadóttir stofnuðu litla búð fyrir utan Melabúðina og seldu alls kyns hluti til styrktar börnum á Gaza.

Stofnuðu fyrirtæki til að hjálpa heimilislausum og styrktu Rauða krossinn

Almennar fréttir 10. október 2024

Þrír nemendur í Menntaskólanum á Ísafirði stofnuðu nýlega fyrirtæki til að styrkja heimilislaust fólk á Íslandi og gáfu Rauða krossinum veglegan styrk.

Aðalskrifstofa Rauða krossins flytur

Almennar fréttir 01. október 2024

Aðalskrifstofa Rauða krossins á Íslandi verður flutt tímabundið frá Efstaleiti 9 í Víkurhvarf 1 vegna framkvæmda. Vegna flutninganna verður skrifstofan lokuð dagana 2.-4. október.

Söfnuðu fyrir börn í Úkraínu og Palestínu

Almennar fréttir 26. ágúst 2024

Vinirnir Elías Andri Grétarsson, Dagur Rafn Atlason og Björgvin Atli Jóhannesson afhentu okkur afrakstur af söfnun sinni, sem verður nýtt til að hjálpa börnum í Úkraínu og Palestínu.

Skyndihjálp og hitaslag 

Almennar fréttir 15. ágúst 2024

Ertu á leið í ferðalag til sólarlanda? Vertu þá undirbúin(n) svo þú getir komið í veg fyrir hitaslag vegna mikils hita, en að undanförnu hefur hitinn víða verið hættulega hár.

Seldu djús, kirsuber og kleinur til styrktar Rauða krossinum

Almennar fréttir 12. ágúst 2024

Fimm vinir á Akureyri settu upp sölubás og seldu ýmsar vörur til að styrkja Rauða krossinn.

Seldi muni til að geta styrkt Rauða krossinn

Almennar fréttir 06. ágúst 2024

Klara Björk Ágústsdóttir seldi litla muni fyrir utan heimilið sitt til að geta styrkt Rauða krossinn.

Héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum

Almennar fréttir 10. júlí 2024

Fjórir vinir héldu tombólu á Eiðistorgi til að safna fyrir Rauða krossinn.

Héldu tombólu til að styrkja Rauða krossinn

Almennar fréttir 08. júlí 2024

Vinirnir Haukur Leó Styrmisson og Angelo Snær Klemensson Semey héldu tombólu til að safna fyrir Rauða krossinn á Íslandi.