Birting frétta
Ártal

Teiknuðu myndir og útbjuggu handgerða skrautmuni til styrktar Rauða krossinum

Almennar fréttir 23. maí 2022

Stúlkur í 3.bekk Skarðshlíðarskóla teiknuðu myndir og útbjuggu handgerða skrautmuni í frístund í skólanum. Þær gengu í hús og söfnuðu 82.000 krónum til styrktar neyðarsöfnun Rauða krossins.

Ársskýrsla 2021

Almennar fréttir 21. maí 2022

Ársskýrsla Rauða krossins fyrir árið 2021 er komin út.

Silja Bára R. Ómarsdóttir nýr formaður Rauða krossins á Íslandi

Almennar fréttir 21. maí 2022

Silja Bára R. Ómarsdóttir nýr formaður Rauða krossins á Íslandi

Skortur á samráði við gerð frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga

Almennar fréttir 19. maí 2022

Fjöldi félaga hefur skrifað undir sameiginlega yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnvöld að stíga skref til baka.

Héldu tombólu á Akureyri til styrktar Rauða krossinum

Almennar fréttir 12. maí 2022

Þessar ungu stúlkur héldu tombólu við Nettó á Akureyri til styrktar Úkraínu og afhentu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn 6.778 krónur.

Söfnuðu dósum til styrktar Neyðarsöfnun Rauða krossins

Almennar fréttir 11. maí 2022

Þessar ungu stúlkur söfnuðu dósum til styrktar Úkraínu og afhentu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn, 22.720 krónur.

Seldu límonaði til styrktar Rauða krossinum

Almennar fréttir 10. maí 2022

Þessar duglegu stúlkur seldu heimagert límónaði til styrktar Rauða krossinum og söfnuðu alls 5.091 kr.

Söfnuðu fé til styrktar neyðarsöfnuninni

Almennar fréttir 09. maí 2022

Þessar duglegu stúlkur gengu í hús í Hlíðunum og báðu fólk um að styrkja Úkraínu söfnunina Rauða krossins. Þær söfnuðu alls 27.300 kr.

Fundur með forsvarsfólki Rauða krossins í Úkraínu

Almennar fréttir 06. maí 2022

Í gær fundaði Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi, með framkvæmdastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra Rauða krossins í Úkraínu. Fundurinn var liður í fimm daga vettvangsferð landsfélaga Rauða krossins sem styðja mannúðaraðgerðir á svæðinu, m.a. til að kanna hvernig landsfélögin geta betur stutt við systurfélag sitt í Úkraínu. 

Bjargvættir í stað Barna og umhverfis

Almennar fréttir 03. maí 2022

Skyndihjálparnámskeið fyrir ungmenni, Bjargvættir, hafa verið sett á laggirnar og taka við af hinum sívinsælu námskeiðum Börnum og umhverfi.

Söfnuðu dósum til styrktar Rauða krossinum

Almennar fréttir 02. maí 2022

Þessar ungu stúlkur söfnuðu dósum til styrktar Úkraínu og gáfu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn, 33.156 krónur.

Héldu tombólu til styrktar þolendum átakanna í Úkraínu

Almennar fréttir 29. apríl 2022

Þessar stúlkur héldu tombólu og tókum við frjálsum framlögum til styrktar þolendum átakanna í Úkraínu. Þær söfnuðu alls 70.000 kr og þökkum við þeim kærlega fyrir sitt framlag til Rauða krossins!

Þakklæti til stuðningsaðila

Almennar fréttir 22. apríl 2022

Rauði krossinn á Íslandi vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem stutt hafa við söfnun félagsins vegna átakanna í Úkraínu.

Vinaverkefnin fá styrk frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu

Almennar fréttir 19. apríl 2022

Vinaverkefni Rauða krossins og verkefnið Aðstoð eftir afplánun tók við veglegum styrk frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinum á föstudaginn. Styrkurinn mun nýtast vel í okkar starfi.

Seldu handgerð kort til styrktar Rauða krossinum

Almennar fréttir 13. apríl 2022

Þær Brynja María Baldvinsdóttir, Árelía Margrét Grétarsdóttir, Álfrún Anja Jónsdóttir og Júlía Marín Helgadóttir bjuggu til kort og seldu í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki við góðar viðtökur.

Héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum

Almennar fréttir 12. apríl 2022

Þær Kamilla Inga Ellertsdóttir og Ásdís Erica Farestveit héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum og söfnuðu alls 35.878 kr.

Aðalfundur Rauða krossins

Almennar fréttir 12. apríl 2022

Rauði krossinn á Íslandi boðar til aðalfundar laugardaginn 21. maí 2022 nk.

Rán Flygenring teiknar veggspjöld fyrir Rauða krossinn

Almennar fréttir 11. apríl 2022

Myndhöfundurinn Rán Flygenring teiknaði veggspjöld fyrir Rauða krossinn um sálræna skyndihjálp og hvernig sé best að tryggja öryggi sitt á flótta.