100 ára saga Rauða krossins
Í ár er öld liðin frá því starfsemi Rauða krossins hófst hér á landi. Rauði krossinn gefur af því tilefni út veglegt rit um það gríðarlega fjölbreytta starf sem félagsmenn og starfsfólk RKÍ hafa leyst af hendi síðustu 100 árin.
Vaknaðu Bolur
Svartir stuttermabolir frá tónleikunum Vaknaðu! Bolirnir eru seldir til styrktar Frú Ragnheiði og öðru skaðaminnkunarstarfi Rauða krossins.
Áhaldapakki Frú Ragnheiðar
Rafræn gjöf -
Gjöfin inniheldur fimm áhaldapakka með búnaði til notkunar á vímuefnum um æð. Hver pakki inniheldur dauðhreinsaðar sprautur, nálar, sprittklúta og annan búnað sem er mikilvægur til að minnka líkur á sýkingum.
Skyndihjálpartaska
Skyndihjálpartaska, hvort sem er í bílnum, heimilinu, bústaðnum eða vinnustaðnum er mikilvægur búnaður til að veita skyndihjálp.
Gjafabréf í Rauðakrossbúðirnar
Þegar þú kaupir vörur hjá Rauða krossinum öðlast þær endurnýtt líf, þú stuðlar að umhverfisvernd, buddan verður þyngri og allur ágóði fer 100% í mannúðarmál.
Samtal við 1717
Rafræn gjöf -
Þessi gjöf mun veita einstaklingi í vanda virka hlustun, sálrænan stuðning og upplýsingar um úrræði í boði. Það er mikilvægt að hafa einhvern til að leita til þegar eitthvað bjátar á.
Gjafabréf á 4 tíma skyndihjálparnámskeið
Á námskeiðinu læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita einföldum aðferðum í skyndihjálp á öruggan hátt.
Fjölnota dömubindi
Rafræn gjöf
Í Malaví, Síerra Leóne og Sómalíu hafa stúlkur lítinn sem engan aðgang að dömubindum og treysta þær sér því mjög oft ekki til að sækja skóla þegar þær eru á blæðingum. Gjöfin þín er fjölnota dömubindi fyrir þrjár malavískar skólastúlkur.
Gjafabréf á Slys og veikindi barna / ungbarna
Námskeið fyrir foreldra og forráðamenn barna, auk annarra sem sinna börnum. Á námskeiðunum er lögð áhersla á grunnatriði almennrar skyndihjálpar sem snýr að börnum, svo sem skoðun og mat á ástandi og endurlífgun.
Gjafabréf á 12 tíma skyndihjálparnámskeið
Námskeið fyrir þá sem vilja gefa sér góðan tíma í að læra skyndihjálp s.s. almenning, sjálfboðaliða í skyndihjálparhópum Rauða krossins.
Gjafabréf á Bjargvætti
Námskeiðið er ætlað börnum og ungmennum á aldrinum 12-16 ára sem vilja læra grunnatriði skyndihjálpar og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.
Neyðarvarnarteppi
Rafræn gjöf
Teppið mun hlýja þeim sem á þurfa að halda, t.d. þegar fjöldahjálparstöð er opnuð vegna náttúruhamfara, slysa eða annarra alvarlegra atvika, eins og húsbruna. Það er mikilvægt að geta yljað sér við erfiðar aðstæður.
Skyndihjálparveggspjald – endurlífgun við drukknun
Veggspjaldið „Endurlífgun við drukknun” inniheldur einfaldar upplýsingar um hvernig bregðast má við drukknun.
Menntastyrkur - Framhaldsnám
Rafræn gjöf
Þessi gjöf hjálpar einum einstaklingi að klára framhaldsskólanám. Í því felst eitt par af skóm fyrir skólann, tveir skólabúningar, námsgögn til fjögurra ára, skólatöskur, prófgjöld og sólarknúnir lampar fyrir heimanám.
Skyndihjálparbæklingur
Bæklingurinn „Getur þú hjálpað þegar á reynir?” inniheldur einfaldar upplýsingar um hvernig bregðast má við neyð.
Menntastyrkur - Grunnskólanám
Rafræn gjöf
Þessi gjöf hjálpar einu barni í Malaví að klára grunnskólanám. Í því felst skólabúningur, námsgögn og skólataska.
Skyndihjálpar-veggspjald
Veggspjaldið „Þú getur hjálpað!” inniheldur einfaldar upplýsingar um hvernig bregðast má við neyð.
Á veggspjaldinu eru upplýsingar um hvernig bregðast má við í neyð. Framsetningin er bæði einföld og skýr svo allir geta lært eitthvað af því eða rifjað upp helstu aðferðir skyndihjálpar.