Vinsæl leitarorð
Niðurstöður
Kiwanisklúbburinn Hekla færði Rauða krossinum 1 milljón
Kiwanisklúbburinn Hekla lét gott af sér leiða og færði Rauða krossinum 1.000.000 kr. á dögunum. Styrkurinn verður nýttur fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands.
Rauði krossinn stóð fyrir sálfélagalegum stuðningi fyrir fólk frá Palestínu
Í gær bauð Rauði krossinn á Íslandi palestínsku flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd til stuðningsfundar. Fundurinn fór fram á arabísku en markmiðið var að gefa fólki færi á að ræða eigin líðan vegna stöðunnar í heimalandi sínu.
Evrópa bjóði fólk velkomið í kjölfar áður óþekktrar samstöðu
Rauði krossinn kallar eftir því að dreginn verði jákvæður lærdómur á samstöðu og viðbrögðum við komu flóttafólks frá Úkraínu.
Styrkur frá 10. bekk Tjarnarskóla
Á dögunum barst Rauða krossinum myndarlegur stuðningur frá nemendum í 10. bekk Tjarnarskóla sem nýlega hafi lent í þriðja sæti í Fjármálaleikunum 2021 og hlotið 100.000 krónur í verðlaun. Bekkurinn tók þá ákvörðun að gefa 75.000 krónur af verðlaunafénu til starfs Rauða krossins með flóttafólki.
Brynja Dögg Friðriksdóttir sendifulltrúi á björgunarskipi á Miðjarðarhafi
Í nóvember sl. hélt Brynja Dögg Friðriksdóttir til starfa um borð í björgunarskipinu Ocean Viking sem Rauði krossinn og samtökin SOS Mediterranee halda úti á Miðjarðarhafi. Áhöfn skipsins hefur það hlutverk að bjarga flóttafólki úr sjávarháska.
Þingflokkur Miðflokksins í heimsókn
Rauði krossinn býður þingflokkum í heimsókn.
Rauði krossinn á Íslandi hlýtur styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála
Þann 12. apríl sl. veitti félagsmálaráðuneytið Rauða krossinum á Íslandi 1,2 milljón króna styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála fyrir verkefnið Bætt líðan og gagnkvæm aðlögun flóttabarna og ungmenna - Orff tónlistarsmiðjur. Verkefninu er stýrt af Nínu Helgadóttur, verkefnisstjóra málefna flóttafólks hjá Rauða krossinum og Nönnu Hlíf Ingvadóttur Orff tónlistarkennara.
Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð
Aðalfundur Eyjafjarðardeildar Rauða krossins verður haldinn 13. mars.
Kvennadeild styrkti tómstundasjóð flóttabarna
Kvennadeild Rauða krossins styrkti sjóðinn um eina milljón króna.
Fjölmennir íbúafundir á Hvammstanga og Blönduósi
Fundirnir voru haldnir vegna móttöku sýrlenskra fjölskyldna í sveitarfélögunum