Fara á efnissvæði
Birting frétta
Ártal
Somaliland Natalia Aðal

Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta

Alþjóðastarf 06. nóvember 2025

„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.

Strik Auglýisng Stilla 2

Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna

Almennar fréttir 05. nóvember 2025

„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.

Mjanmar Sálræn

Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar

Alþjóðastarf 04. nóvember 2025

Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.

Salka Og Guðný

Smíðuðu búð og söfnuðu fyrir Rauða krossinn

Almennar fréttir 03. nóvember 2025

Framkvæmdagleði, dugnaður og hjálpsemi einkennir vinkonur úr Engjaskóla í Grafarvogi sem gerðu sér lítið fyrir nýverið og smíðuðu búð og seldu þar handverk sem þær sjálfar höfðu búið til. Allt var þetta gert til að hjálpa öðrum.

Tombólustrákar Úr KÓP

„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“

Almennar fréttir 29. október 2025

Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.

Skyndihjálparnámskeið Aðalmynd

Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið

Innanlandsstarf 27. október 2025

„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum. 

Prcs Starfsfólk Á Gaza

Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð

Alþjóðastarf 21. október 2025

Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.

Immigraproj03

Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku

Innanlandsstarf 16. október 2025

Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Pexels Hazardos 1535244

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga

Innanlandsstarf 08. október 2025

Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

Úkraína RK Að Störfum1

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu

Alþjóðastarf 03. október 2025

Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

007 We Have No Escape

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg

Alþjóðastarf 01. október 2025

Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.

Pexels Anastasia Shuraeva 9501978 (1)

Grindvíkingar í fókus: Nýtt stuðningsverkefni

Innanlandsstarf 01. október 2025

Rauði krossinn á Íslandi hefur ýtt úr vör nýju verkefni og býður Grindvíkingum á fjölda námskeiða, vinnustofa og viðburða, endurgjaldslaust. Verkefnið er unnið í samstarfi við KVAN, í samráði við Grindavíkurbæ og með stuðningi Rio Tinto.

24.06.2025 Rauði Krossinn Eydís Ösp Eyþórsdóttir Djákni 9023

Öðlaðist kjark til að stíga inn í erfiðar aðstæður

Innanlandsstarf 26. september 2025

Eydís Ösp Eyþórsdóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, finnur vel hversu þakklátt fólk er fyrir stuðning viðbragðshópa félagsins sem kallaðir eru út er áföll dynja yfir fólk eða samfélög.

Mixcollage 23 Sep 2025 01 28 PM 3660

Stefnumót við palestínska sálfræðinga í Norræna húsinu

Almennar fréttir 23. september 2025

Rauði krossinn stendur ásamt Reykjavíkurborg fyrir viðburði í Norræna húsinu undir yfirskriftinni „Áföll, seigla og menning: Stuðningur við fólk á flótta frá Palestínu og öðrum átakasvæðum“.

Mirjana Spoljaric Egger ICRC

„Lög og reglur í stríði eru brotin refsilaust“

Alþjóðastarf 22. september 2025

Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins: „Ef ríki grípa ekki til aðgerða mun grimmdin í stríðum dagsins í dag verða viðmið í átökum morgundagsins.“

Auðna Og Stella Aðal

Heimsóknarvinur með skýra forgangsröðun: Fólk fyrst

Innanlandsstarf 22. september 2025

Pálína Jónsdóttir, sem var í hópi fyrstu heimsóknavina Rauða krossins, snerti fallega við lífi margra á þeim hundrað árum sem hún lifði. Hún átti viðburðaríka ævi, var félagsvera sem fæddist í fámenninu á Hesteyri, fór út í heim eftir seinna stríð og hélt síðar stórt heimili í Reykjavík. „Hún var alla tíð með skýra forgangsröðun í lífinu: Fólk fyrst,“ segir dóttir hennar.

IMG 20250801 WA0013

Þörf á tafarlausum pólitískum aðgerðum

Alþjóðastarf 18. september 2025

„Öll ríki verða að leggja sín þyngstu lóð á vogarskálarnar svo koma megi á vopnahléi strax,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi um ástandið á Gaza. „Við höfum ekki lengri tíma. Þetta er lokaviðvörun til stjórnvalda. Núna verður að bregðast við.“

RÍA Tombólubörn

Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn

Almennar fréttir 17. september 2025

„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.