Birting frétta
Ártal

Brynja Dögg sendifulltrúi við störf í Póllandi

Alþjóðastarf 07. júlí 2022

Brynja Dögg Friðriksdóttir fór til Póllands um miðjan júní til að starfa með neyðarteymi Alþjóðasambands Rauða krossins (IFRC) vegna aðgerðar í tengslum við átökin í Úkraínu. Þetta er önnur starfsferð Brynju Daggar fyrir Rauða krossinn á alþjóðavettvangi.  Í nóvember á síðasta ári var hún hluti af áhöfn björgunarskipsins Ocean Viking sem hefur það hlutverk að bjarga flóttafólki úr sjávarháska á Miðjarðarhafi.  

Jarðskjálfti í Afganistan

Alþjóðastarf 22. júní 2022

Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn eru til staðar í Afganistan og sinna neyðarviðbrögðum á svæðinu þar sem mannskæður jarðskjálfti reið yfir í morgun.

Fundur með forsvarsfólki Rauða krossins í Úkraínu

Alþjóðastarf 06. maí 2022

Í gær fundaði Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi, með framkvæmdastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra Rauða krossins í Úkraínu. Fundurinn var liður í fimm daga vettvangsferð landsfélaga Rauða krossins sem styðja mannúðaraðgerðir á svæðinu, m.a. til að kanna hvernig landsfélögin geta betur stutt við systurfélag sitt í Úkraínu. 

Sendifulltrúi til starfa í Úkraínu

Alþjóðastarf 28. apríl 2022

Orri Gunnarsson sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi og verkfræðingur verður að störfum í Lviv í Úkraínu næstu tvo mánuði sem samræmingaraðili í gerð skýla fyrir fólk á vergangi innan Úkraínu.

Björgunarskipið Ocean Viking bjargar fólki

Alþjóðastarf 27. apríl 2022

Síðustu 48 tíma hefur björgunarskipið Ocean Viking bjargað 164 einstaklingum, þ.m.t. 2 konum, 47 fylgdarlausum börnum og 1 árs gömlu barni. Fólkið er nú í umsjá Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans og SOS Mediterranee.

Peter Maurer í Moskvu

Alþjóðastarf 25. mars 2022

Peter Maurer, forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC), lauk í gær tveggja daga heimsókn sinni til Moskvu þar sem hann hélt áfram samtali sínu við rússnesk yfirvöld um mikilvægi mannúðaraðstoðar.

Peter Maurer í Moskvu

Alþjóðastarf 23. mars 2022

Peter Maurer, forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, kom til Moskvu á miðvikudaginn til að halda áfram samræðum við rússnesk yfirvöld um mannúðaraðstoð Alþjóðaráðs Rauða krossins.

Marel styður við Rauða krossinn

Alþjóðastarf 22. mars 2022

Marel hefur ákveðið að veita 250.000 evrur til mannúðarstarfs Rauða krossins í Úkraínu til að mæta þörfum almennra borgara sem þar þjást vegna vopnaðra átaka.

Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) fundar í Kænugarði

Alþjóðastarf 17. mars 2022

Peter Maurer, forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) er nú staddur í Kænugarði í fimm daga í þeim tilgangi að kalla eftir auknu aðgengi mannúðaraðstoðar og hvetja til þess að dregið verði úr þjáningu óbreyttra borgara og þeir verndaðir.

Rammasamningar undirritaðir

Alþjóðastarf 16. mars 2022

Á mánudag skrifuðu Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra undir rammasamninga vegna verkefna Rauða krossins á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu.

70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum

Alþjóðastarf 10. mars 2022

„Við erum mjög þakklát fyrir stuðning almennings, fyrirtækja og íslenskra stjórnvalda“ segir Robert Mardini framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). „Stuðningur við og samhugur almennings á Íslandi með þeim sem þjást vegna ástandsins í Úkraínu er afar vel metinn. Því meiri stuðning sem við fáum þeim mun meira getur Rauði krossinn gert fyrir fólk sem þjáist vegna átakanna og á þann hátt komið til móts við þarfir almennra borgara.“

Sendifulltrúar til starfa vegna átaka í Úkraínu

Alþjóðastarf 08. mars 2022

Fimm sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi halda til starfa vegna átakanna í Úkraínu á næstu dögum.

Upplýsingar vegna átakanna í Úkraínu

Almennar fréttir, Almennar fréttir 04. mars 2022

Vegna boða um aðstoð. Rauði krossinn er núna fyrst og fremst að safna fjármunum til að senda áfram í brýna mannúðaraðstoð Rauða kross hreyfingarinnar fyrir þolendur átakanna í Úkraínu, bæði innan Úkraínu og í nágrannalöndunum þangað sem fólk hefur flúið.

Auglýst staða í samstarfsverkefni um trjárækt í Afríku

Alþjóðastarf, Alþjóðastarf 03. febrúar 2022

Rauði krossinn leitar að verkefna- og samhæfingarstjóra í samstarfsverkefni um trjárækt í Afríku. Verkefna og samhæfingarstjórinn mun vinna innan teymis alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Afríku með aðsetur í Sierra leone. Starfið mun krefjast ferðalaga um Afríku.

Lífsbjargandi mannúðaraðstoð íslenskra stjórnvalda og Rauða krossins til þolenda hungurs, ofbeldis og vopnaðra átaka í Afganistan og í Sómalíu

Alþjóðastarf, Alþjóðastarf 04. janúar 2022

Með stuðningi utanríkisráðuneytisins, Tombólubarna og Mannvina Rauða krossins hefur Rauði krossinn á Íslandi ákveðið að veita rúmum 70 milljónum króna til mannúðaraðgerða í Afganistan og í Sómalíu.

Rauði krossinn styður við flutning á 30 súrefnisvélum til Sómalíu

Alþjóðastarf, Alþjóðastarf 20. desember 2021

Rauði krossinn hefur ákveðið að styrkja COVID-19 neyðarviðbrögð í Sómalíu með því að styðja flutning á 30 súrefnisvélum til Sómalíska Rauða hálfmánans sem gegnir mikilvægu stoðhlutverki við þarlend yfirvöld og tekur virkan þátt í baráttunni við COVID-19 faraldurinn. Óhætt er að segja að súrefnisvélarnar komi að góðum notum.

Brynja Dögg Friðriksdóttir sendifulltrúi á björgunarskipi á Miðjarðarhafi

Alþjóðastarf, Alþjóðastarf 14. desember 2021

Í nóvember sl. hélt Brynja Dögg Friðriksdóttir til starfa um borð í björgunarskipinu Ocean Viking sem Rauði krossinn og samtökin SOS Mediterranee halda úti á Miðjarðarhafi. Áhöfn skipsins hefur það hlutverk að bjarga flóttafólki úr sjávarháska.

Íslandsbanki styður heimsmarkmið 4, 5 og 9 í samvinnu við Rauða krossinn

Almennar fréttir, Alþjóðastarf 29. nóvember 2021

Rauði krossinn og Íslandsbanki undirrituðu síðastliðin föstudag samning um 4 milljón króna stuðning bankans við langtímaþróunarsamvinnu Rauða krossins í Malaví. Áhersla er lögð á að bæta aðgengi berskjaldaðs fólks á dreifbýlum svæðum að heilbrigðisþjónustu og öruggu drykkjarvatni. Fjármagn Íslandsbanka verður nýtt til þess að efla þann verkefnisþátt sem felst í valdeflingu kvenna og ungmenna.