Birting frétta
Ártal

Rauði krossinn styður við flutning á 30 súrefnisvélum til Sómalíu

Alþjóðastarf, Alþjóðastarf 20. desember 2021

Rauði krossinn hefur ákveðið að styrkja COVID-19 neyðarviðbrögð í Sómalíu með því að styðja flutning á 30 súrefnisvélum til Sómalíska Rauða hálfmánans sem gegnir mikilvægu stoðhlutverki við þarlend yfirvöld og tekur virkan þátt í baráttunni við COVID-19 faraldurinn. Óhætt er að segja að súrefnisvélarnar komi að góðum notum.

Brynja Dögg Friðriksdóttir sendifulltrúi á björgunarskipi á Miðjarðarhafi

Alþjóðastarf, Alþjóðastarf 14. desember 2021

Í nóvember sl. hélt Brynja Dögg Friðriksdóttir til starfa um borð í björgunarskipinu Ocean Viking sem Rauði krossinn og samtökin SOS Mediterranee halda úti á Miðjarðarhafi. Áhöfn skipsins hefur það hlutverk að bjarga flóttafólki úr sjávarháska.

Íslandsbanki styður heimsmarkmið 4, 5 og 9 í samvinnu við Rauða krossinn

Almennar fréttir, Alþjóðastarf 29. nóvember 2021

Rauði krossinn og Íslandsbanki undirrituðu síðastliðin föstudag samning um 4 milljón króna stuðning bankans við langtímaþróunarsamvinnu Rauða krossins í Malaví. Áhersla er lögð á að bæta aðgengi berskjaldaðs fólks á dreifbýlum svæðum að heilbrigðisþjónustu og öruggu drykkjarvatni. Fjármagn Íslandsbanka verður nýtt til þess að efla þann verkefnisþátt sem felst í valdeflingu kvenna og ungmenna.

Red cross on white background

Starfsmenn Marel söfnuðu 37.7 milljónum fyrir Rauða krossinn með átakinu “Move the Globe”

Almennar fréttir, Alþjóðastarf 17. nóvember 2021

Í byrjun september sl. hófst átakið “Move the Globe” hjá 6.800 starfsmönnum Marel í 30 löndum. Markmiðið var að safna áheitum fyrir alþjóðaverkefni Rauða krossins með hreyfingu og líkamsrækt. Alls safnaðist 250.000 evrur, eða 37.7 milljónir íslenskra króna. Þann 4. nóvember sl. heimsótti sendiherra Brasilíu gagnvart Íslandi, Enio Cordeiro, höfuðstöðvar Marel á Íslandi og við það tækifæri tók Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi formlega á móti söfnunarágóðanum fyrir hönd alþjóða Rauða krossins.

Red cross on white background

Rauði krossinn styður við verkefni alþjóða Rauða krossins við Miðjarðarhaf

Alþjóðastarf, Alþjóðastarf 15. nóvember 2021

Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að styðja mannúðar- og lífsbjargandi verkefni alþjóða Rauða krossins fyrir flóttamenn á landi og sjó við Miðjarðarhaf með fjárframlagi og mannafla. Ocean Viking bjargaði alls 314 konum, körlum og börnum í yfirstandandi leiðangri og er nú í höfn í Augusta á Sikiley. Þar komst fólkið loks í land í dag, sumir eftir tíu daga um borð í skipinu.

Red cross on white background

Origo og Rauði krossinn\r\nbæta tæknilega innviði og hjálparstarf í Afríku

Almennar fréttir, Alþjóðastarf 21. október 2021

Rauði krossinn á Íslandi hefur frá árinu 2013 staðið fyrir metnaðarfullu verkefni sem miðar að því að byggja getu afrískra landsfélaga Rauða kross hreyfingarinnar í upplýsinga- og samskiptatækni. Origo er nýjasti samstarfsaðili Rauða krossins í verkefninu.

Red cross on white background

Samfélagsleg trjárækt í Sierra Leone til að sporna við áhrifum loftslagsbreytinga og auka fæðuöryggi

Alþjóðastarf, Alþjóðastarf 07. október 2021

Rauði krossinn á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, mun í samstarfi við Rauða krossinn í Sierra Leone og Landgræðsluskólann hefja trjáræktarverkefni í nokkrum héruðum í Sierra Leone á komandi vikum og mánuðum

Red cross on white background

40 milljónir til Afganistan

Almennar fréttir, Alþjóðastarf 28. september 2021

Neyðarsöfnun Rauða krossins fyrir stríðshrjáða í Afganistan lauk í dag. Í kjölfar þessarar söfnunar mun Rauði krossinn á Íslandi senda alls um 40 milljónir króna til Alþjóðaráðs Rauða krossins sem sinnir lífsbjargandi mannúðaraðstoð í Afganistan og hefur gert um langt skeið.

Red cross on white background

Þórir starfar með bakvarðarsveit björgunarskips Ocean Viking næstu 2 mánuði

Alþjóðastarf 27. september 2021

 Skipið hefur það hlutverk að bjarga flóttafólki úr sjávarháska. Þórir mun starfa með upplýsingateymi svæðaskrifstofu Rauða krossins í Evrópu og verður með aðsetur í Búdapest. Þórir var í tvo áratugi starfsmaður Rauða krossins og var meðal annars í áhöfn björgunarskips Alþjóða Rauða krossins á Miðjarðarhafi 2016.

Red cross on white background

Mannúðaraðgerðir áfram mikilvægar í Afganistan - fjölskyldur geta ekki beðið eftir pólitískum breytingum

Alþjóðastarf 10. september 2021

Yfirlýsing frá forseta ICRC eftir heimsókn til Afganistan

Red cross on white background

Rauði krossinn á Íslandi tryggir sálrænan stuðning fyrir íbúa berskjaldaðra samfélaga Sómalílands

Alþjóðastarf 08. september 2021

Endurteknar náttúruhamfarir og viðvarandi átök í næstum þrjá áratugi hafa skapað erfiðar aðstæður og áskoranir í hinu sjálfstæða lýðveldi Sómalílandi. Frá árinu 2012 hefur Rauði krossinn á Íslandi starfað með sómalska Rauða hálfmánanum að ýmsum verkefnum, meðal annars með stuðningi utanríkisráðuneytisins

Red cross on white background

Sendifulltrúi til starfa á Haítí

Alþjóðastarf 31. ágúst 2021

Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, sendifulltrúi Rauða krossins, heldur í dag af stað til Haítí þar sem hún mun starfa í neyðarteymi alþjóðaráðs Rauða krossins í kjölfar jarðskjálftans sem reið þar yfir fyrr í mánuðinum. Þetta er þriðja sendiför Ágústu Hjördísar. 

Red cross on white background

Jarðskjálfti á Haítí

Alþjóðastarf 19. ágúst 2021

Laugardaginn 14. ágúst síðast liðinn varð mikill jarðskjálfti að stærð 7,2 á Haítí. Ljóst er að manntjón er mikið og að skjálftinn hefur valdið miklum skemmdum á þúsundum heimila og mikilvægum innviðum, þar með talið sjúkrahúsum.

Red cross on white background

Sendifulltrúi til starfa í Líbanon

Alþjóðastarf 16. apríl 2021

Hlér Guðjónsson, sendifulltrúi Rauða krossins, hefur hafið störf fyrir Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans í tengslum við COVID-19 verkefni í Beirút í Líbanon.

Red cross on white background

Áratugur af átökum

Alþjóðastarf 17. mars 2021

Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í 10 ár um þessar mundir. Hundruðir þúsunda eru látin. Milljónir eru á flótta. Þúsundir hafa horfið sporlaust.

Red cross on white background

Sex mánuðir frá sprengingu í Beirút

Alþjóðastarf 04. febrúar 2021

Rauði krossinn í Líbanon heldur áfram að styðja við samfélagið m.a. með aukinni fjárhagslegri aðstoð til íbúa. 

Red cross on white background

Sendifulltrúi að störfum í Belís

Alþjóðastarf 02. febrúar 2021

Áshildur Linnet er að störfum í Belís eftir að tveir fellibylir fóru yfir landið á síðasta ári.