Fara á efnissvæði
Birting frétta
Ártal
Hlúð Að Barni Í Sjúkrabíl PCRC

Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt

Alþjóðastarf 26. ágúst 2025

„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Sálræn Fyrsta Hjálp Fréttamynd Ifrc

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp

Almennar fréttir 25. ágúst 2025

Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

JBB00196 (1)

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs

Innanlandsstarf 12. ágúst 2025

Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.

Íris Ólafsdóttir 2

„Maður gefur af sér en fær svo mikið til baka“

Innanlandsstarf 05. ágúst 2025

Notendur Frú Ragnheiðar tóku Írisi Ósk Ólafsdóttur strax vel er hún hóf þar sjálfboðaliðastörf. „Þrátt fyrir að starfið geti tekið á andlega þá er það líka það sem gerir þetta svo verðmætt því þetta snýst um að vera manneskja fyrir aðra manneskju á stundum sem skipta máli,“ segir Íris.

1717 Mannvinir Jóla (7)

Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga

Innanlandsstarf 01. ágúst 2025

Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Sendinefnd Til Sweida

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida

Alþjóðastarf 30. júlí 2025

Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

006 We Have No Escape 06

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or

Alþjóðastarf 29. júlí 2025

Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.

Svanhvít Sjálfboðaliði Aðal1

Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum

Innanlandsstarf 23. júlí 2025

„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

W4U 5

Listsköpun, leikur og lærdómur

Innanlandsstarf 15. júlí 2025

„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Gísli Og CO Aðsend Grein

Stöðvum helvíti á jörðu

Alþjóðastarf 09. júlí 2025

„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Pétur DSF1020

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun

Innanlandsstarf 08. júlí 2025

Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.

Carrie Garavan FH

Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins

Alþjóðastarf 03. júlí 2025

„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“

Ingibjörg Ásta

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“

Innanlandsstarf 02. júlí 2025

Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Hb Deild Ráðstefna

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu

Innanlandsstarf 25. júní 2025

Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Öryggi Mynd1

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi

Innanlandsstarf 23. júní 2025

„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.

Sigríður Og Silja

Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru

Almennar fréttir 19. júní 2025

„Ég tek við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfa fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi.

2023 IMPACT Hopmynd 2 (1)

Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins 2025

Alþjóðastarf 12. júní 2025

Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins.

Ylja 1

Mannúð á hjólum og í húsi við hafið

Innanlandsstarf 11. júní 2025

Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins sem koma að skaðaminnkunarverkefnum félagsins mæta þeim sem nýta sér þjónustuna af fordómaleysi, manngæsku og virðingu. Þannig hefur tekist að skapa mikilvægt traust sem eykur lífsgæði fólks sem oft hefur verið jaðarsett í samfélaginu.