Fara á efnissvæði
Birting frétta
Ártal
Pexels Hazardos 1535244

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga

Innanlandsstarf 08. október 2025

Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

Úkraína RK Að Störfum1

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu

Alþjóðastarf 03. október 2025

Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

007 We Have No Escape

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg

Alþjóðastarf 01. október 2025

Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.

Pexels Anastasia Shuraeva 9501978 (1)

Grindvíkingar í fókus: Nýtt stuðningsverkefni

Innanlandsstarf 01. október 2025

Rauði krossinn á Íslandi hefur ýtt úr vör nýju verkefni og býður Grindvíkingum á fjölda námskeiða, vinnustofa og viðburða, endurgjaldslaust. Verkefnið er unnið í samstarfi við KVAN, í samráði við Grindavíkurbæ og með stuðningi Rio Tinto.

24.06.2025 Rauði Krossinn Eydís Ösp Eyþórsdóttir Djákni 9023

Öðlaðist kjark til að stíga inn í erfiðar aðstæður

Innanlandsstarf 26. september 2025

Eydís Ösp Eyþórsdóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, finnur vel hversu þakklátt fólk er fyrir stuðning viðbragðshópa félagsins sem kallaðir eru út er áföll dynja yfir fólk eða samfélög.

Mixcollage 23 Sep 2025 01 28 PM 3660

Stefnumót við palestínska sálfræðinga í Norræna húsinu

Almennar fréttir 23. september 2025

Rauði krossinn stendur ásamt Reykjavíkurborg fyrir viðburði í Norræna húsinu undir yfirskriftinni „Áföll, seigla og menning: Stuðningur við fólk á flótta frá Palestínu og öðrum átakasvæðum“.

Mirjana Spoljaric Egger ICRC

„Lög og reglur í stríði eru brotin refsilaust“

Alþjóðastarf 22. september 2025

Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins: „Ef ríki grípa ekki til aðgerða mun grimmdin í stríðum dagsins í dag verða viðmið í átökum morgundagsins.“

Auðna Og Stella Aðal

Heimsóknarvinur með skýra forgangsröðun: Fólk fyrst

Innanlandsstarf 22. september 2025

Pálína Jónsdóttir, sem var í hópi fyrstu heimsóknavina Rauða krossins, snerti fallega við lífi margra á þeim hundrað árum sem hún lifði. Hún átti viðburðaríka ævi, var félagsvera sem fæddist í fámenninu á Hesteyri, fór út í heim eftir seinna stríð og hélt síðar stórt heimili í Reykjavík. „Hún var alla tíð með skýra forgangsröðun í lífinu: Fólk fyrst,“ segir dóttir hennar.

IMG 20250801 WA0013

Þörf á tafarlausum pólitískum aðgerðum

Alþjóðastarf 18. september 2025

„Öll ríki verða að leggja sín þyngstu lóð á vogarskálarnar svo koma megi á vopnahléi strax,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi um ástandið á Gaza. „Við höfum ekki lengri tíma. Þetta er lokaviðvörun til stjórnvalda. Núna verður að bregðast við.“

RÍA Tombólubörn

Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn

Almennar fréttir 17. september 2025

„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Dream Bus1 PRCS Red Cross Field Hospital ICRC1

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza

Alþjóðastarf 15. september 2025

Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Stelpur Máluðu Fyrir Tombólu Sept25

Máluðu myndir og seldu vegfarendum

Almennar fréttir 12. september 2025

Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.

JBB00059 Copy

Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð

Innanlandsstarf 11. september 2025

Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.

Pexels Ivan Samkov 9630204

Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta

Innanlandsstarf 08. september 2025

Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

ICRC Field Hospital, Rafah Gaza, 13 05 2024 1

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza

Alþjóðastarf 03. september 2025

Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

Hadia 3

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“

Almennar fréttir 02. september 2025

Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.

Pexels Negativespace 173408

Samið um ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga

Innanlandsstarf 01. september 2025

Rauði krossinn á Íslandi mun halda áfram að sinna ráðgjöf við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga samkvæmt nýgerðum samningi við dómsmálaráðuneytið.

Pexels Vjapratama 935835

Ungu fólki úr Grindavík boðið á námskeið

Innanlandsstarf 01. september 2025

Ungu fólki úr Grindavík á aldrinum 16-25 ára býðst í haust og vetur að sækja ókeypis námskeið sem hluta af verkefninu Viðnámsþróttur Suðurnesja. Markmiðið er að efla seiglu og sjálfstraust og veita hagnýt verkfæri sem nýtast í daglegu lífi til framtíðar.