Gerast Mannvinur

Styðjum við þolendur

Átökin í Úkraínu hafa framkallað einn mesta mannúðarvanda síðari tíma. Átökin hafa til að mynda aukið fæðuóöryggi í Austur Afríku sem bjuggu fyrir átökin við mikin fæðuskort. Mannvinir styðja allt mannúðar- og uppbyggingarstarf Rauða krossins.

Styrktu starfið

Stuðningur við mannúðarstarf okkar skiptir sköpum í lífi fólks. Þú getur lagt þitt af mörkum og styrkt við starf Rauða krossins.

Gjafir til góðra verka

Ertu á síðustu stundu með gjöf? Þekkir þú einhvern sem á allt en á allt það besta skilið? Gefðu vel úthugsaða gjöf til góðra verka.

Stofnaðu þína eigin söfnun

Hér geta einstaklingar eða hópar komið saman og safnað fyrir málefnum sem skipta þau máli

Neyðarsöfnun vegna mannúðarvanda

Gefa til hjálparstarfs

Allt fjármagn sem safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins verður nýtt til að mæta þörfum þolenda átakanna í Úkraínu og þeirra sem búa við aukin fæðuskort vegna átakanna, t.d. íbúar í Austur Afríku. Söfnunarféð er nýtt til að veita neyðarþjónustu eins og tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og veita sálrænan stuðning. Söfnunin nær einnig yfir hjálparstarf Rauða krossins fyrir flóttafólk á Íslandi.

Verkefnin okkar

Aðstoð eftir afplánun

Aðstoð eftir afplánun er verkefni ætlað fólki sem hefur nýlokið fangelsisvist. Það er mikilvægt að fá stuðning þegar afplánun lýkur en mörgum getur reynst erfitt að hefja nýtt líf.

Fataverslanir

Með því að gefa textíl til Rauða krossins styður almenningur við mikilvæg mannúðarverkefni, bæði hér heima og erlendis, og stuðlar að umhverfisvernd í formi endurnýtingar.

Flóttafólk og innflytjendur

Rauði krossinn á Íslandi hefur starfað með flóttafólki frá árinu 1956. Síðan þá hefur félagið gegnt lykilhlutverki í félagslegum stuðningi og hagsmunagæslu flóttafólks.

Neyðarvarnir

Fjöldahjálparstöðvar eru starfræktar á neyðartímum til að bjóða þolendum náttúruhamfara og annarra alvarlegra atburða öruggt skjól. Þar er þeim séð fyrir helstu grunnþörfum.

Alþjóðlegt starf okkar

Áhersla er lögð á að bæta til frambúðar heilbrigði, aðgang að hreinu vatni, auka hreinlæti og efla stúlkur til skólagöngu og bæta þekkingu þeirra á eigin réttindum og trú á eigin getu.

Fatasöfnun

Fatasöfnun Rauða krossins er bæði frábær endurvinnsla auk þess að fólk leggur félaginu lið með því að gefa fatnað og styrkir þannig neyðaraðstoð bæði hér á landi og erlendis.

Leitarþjónusta og fjölskyldusameiningar

Félagið er hluti af leitarþjónustu alheimshreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Unnið er í samstarfi með ICRC á átakasvæðum.

Sálræn fyrsta hjálp

Sálfélagslegur stuðningur er sérhæfð þjónusta við fólk sem lendir í áföllum og byggir á viðurkenndum viðbrögðum við bráðum áfallastreituviðbrögðum.

Skaðaminnkun

Rauði krossinn starfrækir verkefni sem byggja á hugmyndafræði skaðaminnkunar í vinnu með einstaklingum sem eiga við vímuefnavanda að stríða

Skyndihjálp

Rauði krossinn býður upp á vönduð og hagnýt námskeið í skyndihjálp, sem sniðin eru að þörfum hópa, s.s. almennings, fagaðila og starfsmanna fyrirtækja.

Umsækjendur um alþjóðlega vernd

Rauði krossinn starfrækir talsmannaþjónustu og sinnir félagslegum stuðningi við umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Vinaverkefni

Vinaverkefnin miða að því að draga úr félagslegri einangrun og auka við félagslega þátttöku fólks. Hlutverk sjálfboðaliða er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju.

Rauði krossinn um land allt

Rauði krossinn á Íslandi er öflugur um allt land en útbreiðsla skyndihjálpar, neyðarvarnir og endurnýting eru þar í fararbroddi en einnig er lögð áhersla á skaðaminnkun, starf með fólki af erlendum uppruna og félagslega þátttöku.

Vertu sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum

Sækja um sjálfboðaliða -starf

Einn af grunnþáttum í starfsemi okkar er fjölbreyttur hópur sjálfboðaliða sem endurspeglar samfélagsgerðina og veitir okkur kraft og bolmagn til að starfa að þeim fjölmörgu verkefnum sem við sinnum. Við leggjum áherslu á samfélagslega þátttöku ólíkra aðila í starfi félagsins og þjálfum og fræðum þannig að sjálfboðaliðar hafi verkfærin til að takast á við verkefnin sín.

Umsókn um sjálfboðastarf

Alþjóðaverkefni Rauða krossins á Íslandi

Alþjóðastarf

Áherslur Rauða krossins á Íslandi í alþjóðastarfi lúta að jafnrétti kynjanna og vernd, aukinni staðbundinni getu og viðbrögðum við loftslagsvá. Þær áherslur stuðla að sjálfbærni og uppfyllingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Alþjóðleg verkefni

Tölur fyrir árið 2021

Fjöldi útkalla 84
Fjöldi sjálfboðaliða 3.002
Fjöldi einstaklinga sem naut stuðnings eftir alvarleg atvik 1.300
Fjöldi viðburða í starfi umsækjenda um alþjóðlega vernd 301
Fjöldi samtala í 1717 13.356
Fjöldi þjálfaður í skyndihjálp 8.844

Sjálfbærni bæði innanlands og á alþjóðavísu

Sjálfbærni-verkefni

Sjálfbær þróun er lykillinn að betri framtíð fyrir okkur öll. Sjálfbærnisjóður Rauða krossins gerir þér og þínu fyrirtæki kleift að styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Með því að styðja við verkefnin stuðlar þú að sjálfbærni bæði á alþjóðavettvangi og á Íslandi. Þessi verkefni eiga það sameiginlegt að hafa jákvæð áhrif á umhverfismál, samfélög, mannréttindi og styðja þannig við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Sjálfbærniverkefnið

Kynntu þér vefnámskeið Rauða krossins

Námskeiðsvefurinn okkar

Hér má finna öll vefnámskeið Rauða krossins á Íslandi s.s. grunnnámskeið, vefnámskeið í skyndihjálp, auk hundruði annara námskeiða frá IFRC, öðrum landsfélögum Rauða krossins og samstarfsaðilum (WHO, UNICEF ofl.). Auðvelt og fljótlegt er að útbúa aðgang en mikilvægt er að velja Ísland í skráningarferli til að fá aðgang að námskeiðum Rauða krossins á Íslandi. Námskeiðsvefurinn er öllum opinn.

Smelltu hér

Viðburðir og námskeið

Sjá alla viðburði
10 ágú.

Bjargvættir - skyndihjálp fyrir ungmenni

Námskeiðið er ætlað börnum og ungmennum á aldrinum 12-16 ára sem vilja læra grunnatriði skyndihjálpar og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.

Staðsetning Strandgötu 24, 220 Hafnarfjörður
Tími 11:00 - 14:00
Leiðbeinandi Guðni Sigurðsson
16 ágú.

2 tíma verklegt eftir vefnámskeið

Námskeiðið er fyrir alla þá sem hafa lokið vefnámskeiði í skyndihjálp hjá Rauða krossinum.

Staðsetning Strandgötu 24, 220 Hafnarfjörður
Tími 17:00 - 19:00
Leiðbeinandi Sigurður Guðni Haraldsson
23 ágú.

Inngangur að neyðarvörnum - fjarnámskeið

Námskeiðið er kynning á neyðarvörnum Rauða krossins og helstu verkefnum innan þeirra, þar á meðal opnun fjöldahjálpastöðva, hlutverk Rauða krossins í almannavörnum og fleira. Í lokin verður samantekt og umræður.

Staðsetning ZOOM, 103 Reykjavík
Tími 18:30 - 21:00
Leiðbeinandi Örvar Þorri Rafnsson

Fréttir af starfinu

Fréttayfirlit

Gleðilega hinsegin daga / Reykjavík Pride

Almennar fréttir

05. ágúst 2022

Fánar Hinsegin daga blakta við hún við Rauða kross húsið í Efstaleiti 9.