
Leggðu okkur lið
Neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza
Í kjölfar samkomulags um vopnahlé á Gaza er ein stærsta mannúðaraðgerð allra tíma hafin. Í henni munu Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn gegna lykilhlutverki. Þú getur tekið þátt í því lífsbjargandi starfi sem nú fer í hönd með því að styðja neyðarsöfnun okkar fyrir íbúa Gaza.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf
21. október 2025
Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.

Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.
Námskeið og viðburðir
Sjá alla viðburðiSkyndihjálp 6 klst: Endurmenntun atvinnubílstjóra - Búðardal
Námskeiðið er ætlað atvinnubílstjórum sem hafa áður lokið skyndihjálparnámskeiði og þurfa á endurmenntun að halda.
Skyndihjálp 12 klst - Víkurhvarf Kópavogi
Námskeiðið er ætlað öllum, 14 ára eða eldri, sem vilja gefa sér góðan tíma í að læra skyndihjálp og endurlífgun. Þátttakendur öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita einföldum aðferðum...
Hundavinanámskeið Akureyri
Heimsóknavinur með hund er eitt af vinaverkefnum Rauða Krossins en í þessu verkefni er hundurinn er í aðalhlutverki. Til þess að geta tekið þátt í námskeiðinu þarf hundurinn að vera á aldrinum 2ja til 10 ára og standast grunnmat
Styrktu starfið
Stuðningur við mannúðarstarf okkar skiptir sköpum í lífi fólks. Þú getur lagt þitt af mörkum og styrkt við starf Rauða krossins.