
Seldu dót á tombólu til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 13. júlí 2022Þær Hrafntinna Líf Hjaltadóttir og Þóra Lóa Gunnarsdóttir, 9 ára, héldu tombólu í Suðurveri á dögunum. Stúlkurnar söfnuðu alls 600 kr og færðu Rauða krossinum ágóðann.

Haraldur Logi sendifulltrúi við störf í Úkraínu
Alþjóðastarf 11. júlí 2022Í síðustu viku hélt Haraldur Logi Hringsson lögreglumaður til Úkraínu þar sem hann mun starfa með neyðarteymi Alþjóðasambands Rauða krossins (IFRC) vegna aðgerðar í tengslum við átökin í Úkraínu. Þetta er fyrsta starfsferð Haraldar Loga fyrir Rauða krossinn á alþjóðavettvangi en hann hefur verið á viðbragðslista Rauða krossins á Íslandi í nokkur ár og hlotið viðeigandi þjálfun í tengslum við sína sérhæfingu innan Alþjóða Rauða krossins.

Seldu dót á tombólu til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 11. júlí 2022Systurnar Rebekka Lena og Helga Sóley seldu dót á tombólu í Lækjabergi í Hafnarfirði á dögunum. Þær komu við hjá Rauða krossinum og afhentu 4.325 kr sem þær höfðu safnað.

Brynja Dögg sendifulltrúi við störf í Póllandi
Alþjóðastarf 07. júlí 2022Brynja Dögg Friðriksdóttir fór til Póllands um miðjan júní til að starfa með neyðarteymi Alþjóðasambands Rauða krossins (IFRC) vegna aðgerðar í tengslum við átökin í Úkraínu. Þetta er önnur starfsferð Brynju Daggar fyrir Rauða krossinn á alþjóðavettvangi. Í nóvember á síðasta ári var hún hluti af áhöfn björgunarskipsins Ocean Viking sem hefur það hlutverk að bjarga flóttafólki úr sjávarháska á Miðjarðarhafi.

Seldu heimagerð armbönd til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 23. júní 2022Þessar duglegu stúlkur gengu í hús í Hafnarfirði og seldu heimagerð armbönd til styrktar hjálparstarfi Rauða krossins í Úkraínu og söfnuðu þær alls 44 þúsund krónum.

Jarðskjálfti í Afganistan
Alþjóðastarf 22. júní 2022Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn eru til staðar í Afganistan og sinna neyðarviðbrögðum á svæðinu þar sem mannskæður jarðskjálfti reið yfir í morgun.

Seldu perl á Selfossi til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 21. júní 2022Þessir duglegu krakkar gengu í hús á Selfossi og seldu perl til styrktar Rauða krossinum. Alls söfnuðu þau 51.216 kr.

Evrópa bjóði fólk velkomið í kjölfar áður óþekktrar samstöðu
Almennar fréttir 20. júní 2022Rauði krossinn kallar eftir því að dreginn verði jákvæður lærdómur á samstöðu og viðbrögðum við komu flóttafólks frá Úkraínu.

Ragna Árnadóttir kjörin í stjórn IFRC
Almennar fréttir 19. júní 2022Ragna Árnadóttir var í dag kjörin í stjórn Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi.

Seldu perl til styrktar flóttafólki
Almennar fréttir 16. júní 2022Þessar ungu stúlkur, Rakel Heiða Björnsdóttir og Selma Rós Hjálmarsdóttir, seldu perl við Nettó á Akureyri til styrktar flóttafólki og afhentu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn 5.704 kr.

4. bekkur í Helgafellsskóla safnaði
Almennar fréttir 16. júní 2022Nemendur í 4. bekk í Helgafellsskóla komu færandi hendi til Rauða krossins.

Söfnuðu pening til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 14. júní 2022Þessir ungu menn söfnuðu pening fyrir utan Nettó á Akureyri til styrktar Rauða krossinum.

Safnaði pening til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 13. júní 2022Viktor Máni Jónsson safnaði 8.500 kr við Nettó á Akureyri til styrktar Úkraínu og afhent Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn.

Framlög vegna átaka
Almennar fréttir 08. júní 2022Rauði krossinn hefur alls safnað tæpum 263 milljónum króna í tengslum við átökin í Úkraínu en afleiðingar þeirra eru ófyrirséðar.

6. bekkur í Helgafellsskóla safnaði pening fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 07. júní 20226. bekkur í Helgafellsskóla söfnuðu 15.395 kr til styrktar Rauða krossinum. Söfnunin fór fram með ýmsum hætti, þau bjuggu meðal annars til skart, bangsa og bökuðu kökur auk annarra verkefna.

Umsögn um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda
Almennar fréttir 02. júní 2022Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda.

Tombóla á Akureyri
Almennar fréttir 02. júní 2022Tombóla á Akureyri

Söfnuðu pening og böngsum
Almennar fréttir 02. júní 2022Fimmti bekkur í Helgafellsskóla kom færandi hendi