Birting frétta
Ártal

Hver verður Skyndihjálparmanneskja ársins 2021?

Almennar fréttir 27. desember 2021

Rauði krossinn á Íslandi leitar að Skyndihjálparmanneskju ársins 2021! Veistu um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum bjargaði mannslífi á árinu 2021? Ef svo er sendu okkur ábendingu

Rauði krossinn styður við flutning á 30 súrefnisvélum til Sómalíu

Alþjóðastarf, Alþjóðastarf 20. desember 2021

Rauði krossinn hefur ákveðið að styrkja COVID-19 neyðarviðbrögð í Sómalíu með því að styðja flutning á 30 súrefnisvélum til Sómalíska Rauða hálfmánans sem gegnir mikilvægu stoðhlutverki við þarlend yfirvöld og tekur virkan þátt í baráttunni við COVID-19 faraldurinn. Óhætt er að segja að súrefnisvélarnar komi að góðum notum.

Brynja Dögg Friðriksdóttir sendifulltrúi á björgunarskipi á Miðjarðarhafi

Alþjóðastarf, Alþjóðastarf 14. desember 2021

Í nóvember sl. hélt Brynja Dögg Friðriksdóttir til starfa um borð í björgunarskipinu Ocean Viking sem Rauði krossinn og samtökin SOS Mediterranee halda úti á Miðjarðarhafi. Áhöfn skipsins hefur það hlutverk að bjarga flóttafólki úr sjávarháska.

Red cross on white background

Láttu gott af þér leiða og fáðu endurgreiðslu frá skatti í leiðinni

Almennar fréttir 13. desember 2021

Það hefur aldrei verið jafn hagstætt að styrkja Rauða krossinn því frá og með nóvember 2021 er hægt að lækka skattana í leiðinni. Þetta á bæði við um einstaklinga og fyrirtæki

Rauði krossinn á Íslandi fagnar 97 ára afmæli sínu

Almennar fréttir 10. desember 2021

Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 97 ára afmæli sínu. Á þessum degi árið 1924 var Rauði krossinn á Íslandi stofnaður á stofnfundi félagsins sem haldinn var í Reykjavík. Rauði krossinn vill þakka fyrir allan þann stuðning sem félagið hefur fengið á árinu frá sjálfboðaliðum, starfsmönnum, sendifulltrúum, Mannvinum, styrktaraðilum og öllum þeim sem hafa lagt sitt að mörkum til að gera starf félagsins að veruleika.

Nýtt kynningarmyndband fyrir Símavini

Almennar fréttir 06. desember 2021

Rauði kross Íslands og Landssamband eldri borgarar vinna saman að því að rjúfa félagslega einangrun. Landssamband eldri borgara í samstarfi við Símavini Rauða krossins bjuggu til frábært kynningarmyndband fyrir Símavini Rauða krossins.

Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða er í dag!

Almennar fréttir 05. desember 2021

Í dag, 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Rauði krossinn á Íslandi vill hvetja landsmenn til að líta í kringum sig í dag og þakka þeim.

Jólahefti Rauða krossins 2021 er komið út

Almennar fréttir 03. desember 2021

Jólamerkimiðar Rauða krossins 2021 eru farnir í dreifingu um allt land. Jólapeysur sem fatasöfnun Rauða krossins hefur tekið á móti í gegnum tíðina prýða jólamerkimiðana í ár.

Rauði krossinn og Sálfræðistofan Höfðabakka gera með sér samning

Almennar fréttir 02. desember 2021

Rauði krossinn og Sálfræðistofan Höfðabakka hafa gert með sér samning sem felur í sér stuðning við sjálfboðaliða og starfsfólk RKÍ. 

Íslandsbanki styður heimsmarkmið 4, 5 og 9 í samvinnu við Rauða krossinn

Almennar fréttir, Alþjóðastarf 29. nóvember 2021

Rauði krossinn og Íslandsbanki undirrituðu síðastliðin föstudag samning um 4 milljón króna stuðning bankans við langtímaþróunarsamvinnu Rauða krossins í Malaví. Áhersla er lögð á að bæta aðgengi berskjaldaðs fólks á dreifbýlum svæðum að heilbrigðisþjónustu og öruggu drykkjarvatni. Fjármagn Íslandsbanka verður nýtt til þess að efla þann verkefnisþátt sem felst í valdeflingu kvenna og ungmenna.

Red cross on white background

Héldu tombólu á Akureyri

Almennar fréttir 23. nóvember 2021

6 vinkonur héldu tombólu hjá Kjörbúðinni við Borgarbraut á Akureyri og gáfu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn, 7.100 krónur. 

Red cross on white background

Endurtekið efni um endursendingar á börnum til Grikklands

Almennar fréttir 22. nóvember 2021

Í upphafi árs hófu íslensk stjórnvöld að synja barnafjölskyldum á flótta um efnislega meðferð umsókn sinna en ákvarða þess í stað að endursenda þær til Grikklands, þrátt fyrir að hafa metið aðstæður þar óviðunandi aðeins nokkrum mánuðum áður. Rauði krossinn, Barnaheill og UNICEF á Íslandi telja að hagsmunir barna séu ekki metnir á heildstæðan hátt og að ákvarðanir um endursendingar til Grikklands skapi börnum hættu sem íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á.

Red cross on white background

3 vinkonur héldu tombólu í Langadal

Almennar fréttir 22. nóvember 2021

Vinkonurnar Hjördís Lóa Óttarsdóttir, Katrín Borg Jakobsdóttir og Mist Sigurbjörnsdóttir héldu tombólu í árlegri fjölskyldu útilegu í Þórsmörk í byrjun október til styrktar Rauða krossinum.

Red cross on white background

160 gestir í farsóttarhúsunum

Almennar fréttir 22. nóvember 2021

Um 10% af þeim 1.800 sem eru með virkt kórónuveirusmit eru í einangrun í farsóttarhúsum. Á farsóttarhúsunum dvelja nú um 160 gestir, þarf af eru 150 í einangrun og 10-15 einstaklingar í sóttkví sem hafa verið að fylgja börnunum sínum í einangrun. Um þriðjungur gestanna eru börn, alveg frá nokkra mánaða upp í 15 ára gömul.

Red cross on white background

Starfsmenn Marel söfnuðu 37.7 milljónum fyrir Rauða krossinn með átakinu “Move the Globe”

Almennar fréttir, Alþjóðastarf 17. nóvember 2021

Í byrjun september sl. hófst átakið “Move the Globe” hjá 6.800 starfsmönnum Marel í 30 löndum. Markmiðið var að safna áheitum fyrir alþjóðaverkefni Rauða krossins með hreyfingu og líkamsrækt. Alls safnaðist 250.000 evrur, eða 37.7 milljónir íslenskra króna. Þann 4. nóvember sl. heimsótti sendiherra Brasilíu gagnvart Íslandi, Enio Cordeiro, höfuðstöðvar Marel á Íslandi og við það tækifæri tók Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi formlega á móti söfnunarágóðanum fyrir hönd alþjóða Rauða krossins.

Red cross on white background

Rauði krossinn styður við verkefni alþjóða Rauða krossins við Miðjarðarhaf

Alþjóðastarf, Alþjóðastarf 15. nóvember 2021

Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að styðja mannúðar- og lífsbjargandi verkefni alþjóða Rauða krossins fyrir flóttamenn á landi og sjó við Miðjarðarhaf með fjárframlagi og mannafla. Ocean Viking bjargaði alls 314 konum, körlum og börnum í yfirstandandi leiðangri og er nú í höfn í Augusta á Sikiley. Þar komst fólkið loks í land í dag, sumir eftir tíu daga um borð í skipinu.

Red cross on white background

Rauði krossinn opnar ný farsóttarhús

Almennar fréttir 12. nóvember 2021

Rauði krossinn opnar ný farsóttarhús. Rauði krossinn minnir á að mikilvægasta vörnin í útbreiðslu smita er að fylgja leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda varðandi sóttvarnir. Hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is er alltaf opið. Sýnum góðvild á krefjandi tímum og verum til staðar fyrir hvert annað.

Red cross on white background

3 vinkonur héldu tombólu í Norðlingaholti

Almennar fréttir 31. október 2021

Vinkonurnar Matthildur Mínerva Bjarkadóttir, Rún Ingvarsdóttir og Vigdís Hrefna Magnúsdóttir máluðu myndir og seldu Við Olís í Norðlingaholti og söfnuðu með því fé til styrktar Rauða Krossinum